Föstudagur 03. feb 2012 kl. 08:00
Stórhöfði:
Úrkoma í janúar aldrei mælst meiri frá upphafi mælinga
Úrkoma á Stórhöfða í Vestmannaeyjum mældist 314,4 mm. í janúar.
Þar hefur verið mælt samfellt frá 1921 og hefur aldrei mælst meiri
úrkoma í janúar en nú. Áður var mælt í kaupstaðnum frá 1881 og þar
mældist heldur aldrei meiri úrkoma í janúar en nú. Endanlegt uppgjör
liggur ekki fyrir á fleiri veðurstöðvum en svo virðist sem ekki hafi
heldur mælst meiri úrkoma Í Vík í Mýrdal í janúar í ár síðan 1950.
Á
Grímsstöðum á Fjöllum hefur aldrei mælst meiri úrkoma í janúar heldur
en nú – ekki þó staðfest. Fáeinar aðrar stöðvar eru nærri fyrri
metúrkomu eða rétt yfir henni, af þeim sem lengi hafa athugað má í þeim
flokki nefna Hraun á Skaga og Írafoss, en Eyrarbakka vantar lítið upp á
met.
Skrifað af Pálma Frey Óskarssyni
Engin ummæli:
Skrifa ummæli