Innlent | Morgunblaðið | 23.7.2012 | 5:30
Veðurmet í júlí á Stórhöfða
Loftþrýstingur á Stórhöfða í Vestmannaeyjum mældist 972,8 hPa á kvikasilfursloftvog klukkan 21 í gærkvöldi. Hefur loftþrýstingur aldrei mælst jafn lágur í júlímánuði. Sjálfvirkur mælir sýndi 972,4 hPa klukkan 22. Tölurnar eru óstaðfestar.
Fyrra loftþrýstingsmet í júlí var sett í Stykkishólmi 18. júlí 1901, 974,1 hPa, að því er fram kemur í umfjöllun um veðurfar helgarinnar í Morgunblaðinu í dag.
Djúpa lægðin sem gekk yfir landið um helgina olli því að vindamet júlímánaðar var einnig slegið á Stórhöfða á laugardagskvöldið var.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli