19.11.2006 15:54
Afmælisveisla vegna aldarafmæli Stórhöfðavitnans
Eftir mikla leit á mbl.is fann ég þessa grein með því að skrá mig inn sem áskrifandi af Morgunblaðinu í pappírsformi.
Fimmtudaginn 16. nóvember, 2006 - Innlendar fréttir
Vitavörður heiðraður
Eftir Sigursvein Þórðarson Vestmannaeyjar | Efnt var til veislu í Stórhöfða í tilefni af 100 ára afmæli Stórhöfðavita. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra kíkti upp í vitann og var síðan boðið til veislu þar sem Óskar J.
Morgunblaðið/Sigurgeir
Afmæli Elliði bæjarstjóri sker tertusneiðar fyrir Sturlu og Óskar.
Afmæli Elliði bæjarstjóri sker tertusneiðar fyrir Sturlu og Óskar.
Eftir Sigursvein Þórðarson
Vestmannaeyjar | Efnt var til veislu í Stórhöfða í tilefni af 100 ára afmæli Stórhöfðavita. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra kíkti upp í vitann og var síðan boðið til veislu þar sem Óskar J. Sigurðsson, vitavörður í Stórhöfða frá 1965, var heiðraður.
Samgönguráðherra ávarpaði samkomuna og hóf ávarpið á þessum orðum: "Stórhöfði, austnorðaustan sex, alskýjað, allmikill sjór, hiti fimm stig. Þetta var veðurlýsingin klukkan sex í morgun." Sagði hann tilbrigði við þessa lýsingu hafa heyrst á öldum ljósvakans í áratugi og fólk sem alist hefur upp eða búið í sjávarbyggðum veit hversu miklu skiptir að fá traustar upplýsingar.
Vitinn hefur í 100 ár lýst út á hafið og leiðbeint sjófarendum. Sturla kom inn á annað starf sem stundað er í Stórhöfða. Til dæmis fuglamerkingar Óskars og sagðist hann hafa fylgst með því mikla starfi sem Óskar hafi stundað í áratugi og heyrt af því að fuglar merktir á Stórhöfða hafi fundist víða um heim. Það sé mikilvægt starf í þágu þess að vita meira um ferðir farfugla.
Vitaverðinum þakkað
Veðurathuganir á Stórhöfða skipta miklu máli og þaðan hafa fengist mikilsverðar upplýsingar. Ráðherra taldi upp staðreyndir um höfðann, þar væri meðalvindstyrkur 11 metrar á sekúndu og að meðaltali væru fjórir logndagar á ári. Taldist honum til að það væri svipað og í Stykkishólmi.
Færði Sturla Óskari og hans fjölskyldu sérstakar þakkir fyrir góð störf í gegnum öll þessi ár á Stórhöfða. Elliði Vignisson bæjarstjóri færði að lokum Óskari að gjöf stafræna myndavél frá Vestmannaeyjabæ en Óskar hefur í gegnum tíðina tekið fjöldann allan af ljósmyndum.
Tekið af mbl.is
Engin ummæli:
Skrifa ummæli